Það er skammt stórra högga á milli hjá handbolta stelpunum en leikmenn KA/Þórs eru komnar til Eyja og leika við nýkrýnda bikarmeistara ÍBV í kvöld í viðureign sem tilheyrir 15. umferð Olísdeildar sem að öðru leyti fór fram í byrjun febrúar. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 17.30.

Stelpurnar geta með sigri í næstu leikjum tryggt sér deildarmeistaratitil komandi helgi þegar liðið mætir Selfoss á heimavelli. „Nú er bara að koma sér af stað aftur. Við tókum stutta æfingu í gær og hópurinn er að koma vel undan helginni þrátt fyrir að lykilmenn hafi spilað mikið á laugardag. Ég hef engar áhyggjur af því að stilla hópinn á næsta markmið. Þær gera sér grein fyrir því hvað er undir. Þetta eru bara sigurvegarar og þær vilja meira,“ sagði Sigurður Bragason í samtali við Eyjafréttir á mánudag. Nánar er rætt við Sigurð og aðra nýkrýnda bikarmeisdtara í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem dreift verður á morgun.