Á fundi framkvæmdar- og hafnarráðs 12. janúar var skipað í starfshóp til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra. Formaður ráðsins fór yfir tillögur starfshópsins.

Starfshópur sem skipaður var af framkvæmda- og hafnarráði til þess að endurskoða verkferla við ráðningu hafnarstjóra leggur til eftirfarandi viðbót við verklagsreglur Vestmannaeyjabæjar við ráðningar.

“Við ráðningu hafnarstjóra sbr. 4. gr. hafnarreglugerðar fyrir Vestmannaeyjahöfn nr. 1030/2012, þar sem kveðið er á um að hafnarstjórn, sem í tilviki Vestmannaeyjahafnar er framkvæmda- og hafnarráð, skipi hafnarstjóra, skal hafnarstjórn koma að undirbúningi, mati og ákvörðun um ráðningu. Þetta á auk þess við um ráðningu hafnsögumanna sbr. 4 mgr. 12. gr. laga um vaktstöð siglinga nr. 41/2003. Þar er kveðið á um að hafnarstjórn ráði hafnsögumenn

Ráðningar eru stjórnvaldsákvarðanir og um þær gilda stjórnsýslulög nr. 37/1993. Til þess að tryggja ákvæði um rannsóknarreglu stjórnsýslulaga, sbr. 10 gr. og önnur ákvæði stjórnsýslulaganna, er nauðsynlegt að skilgreint veitingavald komi að undirbúning, mati og ráðningu á starfsfólki. Í tilviki hafnarstjóra og hafnsögumanna er nauðsynlegt að framkvæmda- og hafnarráð komi að ráðningum.”

Niðurstaða fundargerðar

Framkvæmda- og hafnarráð leggur til meðfylgjandi breytingar á orðalagi á verklagsreglum um ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ vegna ráðningar hafnarstjóra og hafnsögumanna hjá Vestmannaeyjahöfn, sbr. erindi af fundi framkvæmda- og hafnarráðs 284. Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir tillögu starfshópsins og vísar málinu til ákvörðunar bæjarráðs.