Ánægja með fræðsluerindi um kvíða barna og unglinga

Starfsfólk grunnskóla, leikskóla og frístundavers sat fróðlegt erindi um kvíða barna og unglinga Þann 26. apríl sl. var sameiginleg fræðsla fyrir starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundavers og var það liður í endurmenntunaráætlun skólaþjónustu. Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir, sálfræðingur var með fræðsluerindi um kvíða barna og unglinga. Markmið fræðslunnar var að auka skilning á helstu einkennum kvíða […]
Breytingartillögur á lögum ÍBV íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV fer fram þriðjudaginn 9. maí klukkan 20:00 í Týsheimilinu. Nokkrar breytingatillögur á lögum félagsins liggja fyrir fundinum. Breytingatillögur sem liggja fyrir fundinum má nálgast hérna: Breytingatillögur 2023 (meira…)
ÍBV mætir Fram í Bestu deild karla í dag

ÍBV mætir Fram í fimmtu umferð Bestu deild karla í dag. Eftir fjórar umferðir situr ÍBV í 6 sæti með 6 stig og Fram er á botni deildarinnar með 2 stig. Leikurinn fer fram í Úlfarsárdalnum kl. 18.00 og er einnig sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)
Lengdur opnunartími á sýsluskrifstofu í dag og á morgun

Vegna fjölda umsókna um þessar mundir um vegabréf fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri, í tengslum við íþróttaferðalög o.fl., verður lengdur opnunartími á sýsluskrifstofu í Vestmannaeyjum í dag (miðvikudag 3/5) og á morgun (fimmtudag 4/5). Sýslumaður hvetur ungt fólk til nýta lengdan opnunartíma sýsluskrifstofu þessa daga – n.t.t. milli klukkan 15:00 og 15:30 til að […]
Þriðji leikur hjá stelpunum í dag og rútuferðir í Kaplakrika á morgun

Í dag fer fram þriðji leikur í undanúrslitaeinvígi ÍBV og Hauka í Olísdeild kvenna. Hvort lið hefur unnið einn leik til þessa, en það þarf þrjá sigra til þess að tryggja sér sæti í úrslitunum. Klukkan 18:30 verður boðið upp á upphitun fyrir Krókódílana. “Þar verða pizzur og drykkir í boði og við keyrum upp […]
Alþjóðabænadagur kvenna – AGLOW samvera

Bænasamverustund verður Í Landakirkju kl. 17.00 miðvikudaginn 3. maí. Þessi stund kemur í stað Aglow fundar. Á stundinni verður farið yfir efni dagsins sem kemur frá Taiwan. Konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða söng undir stjórn Kittyar. Eftir stundina kl. 17.45 verður gengið (einnig pláss í bíl) um bæinn og staðnæmst á nokkrum stöðum og […]