Starfsfólk grunnskóla, leikskóla og frístundavers sat fróðlegt erindi um kvíða barna og unglinga

Þann 26. apríl sl. var sameiginleg fræðsla fyrir starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundavers og var það liður í endurmenntunaráætlun skólaþjónustu. Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir, sálfræðingur var með fræðsluerindi um kvíða barna og unglinga.

Markmið fræðslunnar var að auka skilning á helstu einkennum kvíða og gagnlegar leiðir til að bregðast við honum. Birtingarmynd kvíða er mismunandi milli aldursbila svo áhersla var lögð á hagnýtar aðferðir, fyrir kennara á öllum skólastigum, til að mæta nemendum sem glíma við hamlandi kvíða. Fjallað var sérstaklega um algengar kvíðaraskanir og tengsl milli kvíða og hegðunarvanda. Að lokum mynduðust góðar og gagnlegar umræður um algengar áskoranir í skólaumhverfinu og einfaldar leiðir sem gagnast vel í krefjandi aðstæðum.

Mikil ánægja var með þetta frábæra og gagnlega fræðsluerindi. Stefnt er að því að bjóða foreldrum leik- og grunnskólabarna að sitja fræðsluna í haust.