XXX Rottweiler, Una Torfa og Jón Ólafsson ásamt Eyfa, Birni Jörundi og Daníel Ágústi verða á þjóðhátíð

Nú þegar 88 dagar eru til þjóðhátíðar þá fjölgar í hópi þeirra listamanna sem fram koma á hátíðinni en þjóðhátíðarnefnd greindi frá því í tilkynningu rétt í þessu að XXX Rottweiler, Una Torfa og Jón Ólafsson ásamt Eyfa, Birni Jörundi og Daníel Ágústi koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í ár. Áður […]
Víkingar mæta á Hásteinsvöll

Sjötta umferð Bestu deildar karla klárast í kvöld með fjórum leikjum. Fjörið hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli þegar Eyjamenn taka á móti Víkingum. Víkingar hafa leikið gríðarlega vel í upphafi tímabils og hafa sigrað alla fimm leiki sína í deildinni. Eyjamenn hafa hins vegar sigrað tvo af fimm leikjum sínum á tímablinu. (meira…)
Hér skapast almannavarnarástand ef vatnsöflun bregst

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi, fór yfir stöðu viðræðna f.h. starfshóps Vestmannaeyjabæjar, um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja, sem í sitja Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson, Angantýr Einarsson, Brynjar Ólafsson og Sigurjón Örn Lárusson, við innviðaráðuneytið og HS-veitur. Um er að ræða tvenns konar viðræður. […]
Styrkir til verkefna sem ætlað er að auka öryggi sjófarenda

Samgöngustofa veitir árlega styrki til rannsóknarverkefna sem tengjast öryggi skipa, atvinnusjómanna, farþega og búnaðar um borð í skipum en einnig verkefna sem snúa að heilsusamlegu umhverfi sjófarenda. Gert er ráð fyrir að veita styrki til einstaklinga og/eða félaga sem koma með tillögur að lausnum í þessa átt. Heildarstyrkupphæðin hljóðar upp á 2.500.000 krónur að hámarki […]