Samstarf ÍBV og KFS heldur áfram
ÍBV hefur lánað þá Sigurð Grétar Benónýsson og Ólaf Hauk Arilíusson yfir í KFS í sumar. Sigurður er 27 ára framherji sem á að baki 95 leiki í meistaraflokki, hann hefur undanfarin ár spilað með ÍBV og Vestra. Siggi hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að koma sér almennilega á skrið aftur. Hann […]
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti sjúkraflugi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út aðfaranótt fimmtudags til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Ekki reyndist unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja vegna slæms skyggnis. Þyrlusveitin flaug norður fyrir Elliðaey, austur fyrir sunnanverða Heimaey og þaðan til vesturs inn á Klaufina milli Stórhöfða og Litlahöfða þar sem þyrlan lenti á veginum. Þar beið sjúkrabíll og var […]
Þjóðin með POWER að vopni
Um helgina bankar sölufólk og býður landsmönnum SÁÁ-álfinn til kaups. Álfurinn í bílnum, á skrifborðinu og í anddyri fyrirtækjanna er vitni um samhjálp okkar til þeirra sem þjást af fíknisjúkdómum. Nú steðjar mikil ógn að lífi ungra fíkla og líf margra er í hættu. Við ætlum að snúa vörn í sókn fyrir unga fólkið með […]
Úrslitaeinvígið hefst í kvöld
Kvennalið ÍBV tekur á móti Val í úrslitaeinvíginu í dag kl. 19.00 í Eyjum. Upphitun fyrir leik hefst kl 17:15. Borgarar og kaldir drykkir verða til sölu, ÍBV andlitsmálning og glaðningur fyrir krakka. Fjölmennum á leikinn og styðjum stelpurnar! (meira…)
Byrja að sekta fyrir nagladekk

Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að byrjað verði að sekta fyrir notkun nagladekkja í þessari viku. Því er um að gera að skipta yfir á naglalaus dekk hafi það ekki þegar verið gert. (meira…)