ÍBV hefur lánað þá Sigurð Grétar Benónýsson og Ólaf Hauk Arilíusson yfir í KFS í sumar. Sigurður er 27 ára framherji sem á að baki 95 leiki í meistaraflokki, hann hefur undanfarin ár spilað með ÍBV og Vestra. Siggi hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að koma sér almennilega á skrið aftur. Hann verður mikill liðsstyrkur fyrir KFS, síðast lék hann með liðinu árið 2015 og skoraði þá 14 mörk í 17 leikjum.

Ólafur Haukur er 19 ára miðjumaður sem kom frá Skaganum í fyrra til Eyja og hefur verið að spila með ÍBV í vetur. Hann mun því öðlast dýrmæta reynslu í 3. Deildinni í sumar með KFS. Sigurður með sína reynslu, dugnað og markanef ásamt Ólafi Hauki hinum baráttuglaða miðjumanni munu án efa styrkja lið KFS í 3. Deildinni í sumar.

Myndin af Sigga er tekin af Hafliða Breiðfjörð.

Ólafur Haukur