Það er útbreidd tómstundaiðja á Íslandi að láta sumarveðrið valda sér vonbrigðum og jafnvel láta það fara í taugarnar á sér. Vestmannaeyingar hafa þó síðustu ár getað stólað á þokkalegt veður í maí mánuði. Því hefur ekki verið fyrir að fara þetta árið og ætlar mánuðurinn að enda með látum ef eitthvað er að marka veðurspár. Veðurstofa Íslands sendi frá sér eftirfarandi viðvörun fyrir Suðurland nú fyrir hádegið sem minnir einna helst á eitthvað sem við eigum að venjast í febrúar. “Suðvestan 15-20 m/s með hagl- eða slydduéljum og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.” Viðvörunin tekur gildi í fyrramálið.

Sjómanna kveðjur