Ellert Scheving hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Hann mun hefja störf nú þegar en Haraldur verður honum til halds og trausts til mánaðarmóta þegar hann lætur af störfum. Þetta staðfesti Sæunn Magnúsdóttir formaður aðalstjórnar ÍBV við Eyjafréttir.

Það vekur athygli að Ellert var kynntur sem til starfa sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV um miðjan síðasta mánuð og hóf störf í byrjun maí og hefur síðan starfað samhliða Vilmari Þór, fráfarandi framkvæmdastjóra deildarinnar.

 

Sjómanna kveðjur

 

Sjómanna kveðjur