Annar leikur í úrslitaeinvígi ÍBV og Hauka fer fram í dag kl. 18.00 á Ásvöllum í Hafnafirði. Fyrsti leikur liðanna fór fram í Eyjum á laugardaginn síðastliðinn þar sem ÍBV sigraði Hauka 33-27 eftir kaflaskiptan leik. Staðan í hálfleik var jöfn 14:14. Okkar menn sýndu gríðarlegan mikinn karakter og snéru leiknum alveg á hvolf með stórkostlegum stuðning stúkunnar.

Þriðji leikur liðanna fer fram í Eyjum föstudaginn 26. maí kl. 19:15

Höldum áfram að styðja við bakið á strákunum. Áfram ÍBV!

Sjómanna kveðjur
Sjómanna kveðjur