„Alls greiddu útgerðir um 1.852 milljónir króna í veiðigjald vegna veiða í mars. Vafalaust hafa tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi aldrei verið meiri í einum mánuði. Þetta er þreföld sú fjárhæð sem útgerðir greiddu fyrir veiðar í mars í fyrra, en þá nam heildarfjárhæð veiðigjaldsins 617 milljónum króna.“

„Þetta kemur fram á radarinn.is þar sem segir einnig: „Það kemur eflaust fáum á óvart að af einstaka fisktegundum munar mest um veiðigjald af loðnu í mars, enda unnu stjórnendur og starfsmenn uppsjávarfyrirtækja myrkranna á milli í mánuðinum við að ná loðnukvótanum. Það tókst og lönduðu uppsjávarskipin samanlagt 215 þúsund tonnum af loðnu í mars. Fyrir hvert kíló af loðnu þarf að greiða 5,54 krónur í veiðigjald og nam því heildarfjárhæð veiðigjalds af loðnuveiðum ríflega 1.191 milljón króna í mars. Þorskveiðar (401 milljón króna) skiluðu svo næsthæstri fjárhæð í veiðigjald í mars og svo ýsuveiðar (121 milljón). Þetta má sjá í nýlegum tölum sem Fiskistofa birti á vef sínum.“

Nánar á radarinn.is