Katrín Harðardóttir er íþróttafræðingur úr Vestmannaeyjum sem er að útskrifast með diplómagráðu í jákvæðri sálfræði á meistarastigi frá Endurmenntun Háskóla Íslands,“ segir á heimasíðu Endurmenntunar HÍ.

 Þar segir á  hún sé fjölskyldumanneskja, eigi eiginmann og þrjú börn og í náminu kviknaði áhugi hennar á að finna leiðir til að hjálpa körlum eins og sínum manni sem eyðir of löngum tíma í að leita að hlutum eins og lyklum, síma, fjarstýringu og fleiru.

 „Það þarf að hjálpa þeim sem hafa mikið að gera og með dreifða athygli að vera meira í núinu og auka lífsgæði.“

Katrín fann í náminu í jákvæðri sálfræði að hana langaði ekki endilega að gera rannsóknir. „Við áttum að finna okkur markhóp og mér datt strax maðurinn minn í hug og þar að leiðandi allir karlmenn. Ég þróaði hugmyndina smám saman og hún varð að lokaverkefninu Stefnum í átt að vellíðan, sem er gjafakassi með 30 spjöldum og borðstandi.“

Spjöldin skiptast í sex flokka; Hreyfðu þig, Myndaðu tengsl, Taktu eftir, Njóttu augnabliksins, Gefðu af þér og Haltu áfram að læra. Um er að ræða fimm leiðir sem landlæknisembættið hefur hvatt þjóðina til að nota í lýðheilsustefnu sinni og Katrín vildi bæta við nútvitund og fannst tilvalið að nota orðalagið „njóttu augnabliksins“. Á framhlið spjaldanna eru hugmyndir að æfingum og á bakhlið kemur fram hvað hægt er að græða á því að gera æfingarnar samkvæmt rannsóknum.

Katrín lét gera sex prufueintök fyrir kynningu lokaverkefnis síns á málþingi útskriftarnema fyrr í þessum mánuði. Þau eintök verða svo í notkun hjá vinum hennar og markhópi í sumar. „Svo set ég þetta í framleiðslu því það er þegar búið að panta 50 eintök. Þetta er hannað sem gjöf og ég veit að konur ætla og koma til með að kaupa svona handa körlum sínum því það er bara þannig að við konurnar ýtum oft við þeim varðandi allt svona. Þá meina ég það ekki þannig að ég sé að gera lítið úr karlmönnum, heldur er markmiðið með þessu lokaverkefni að auðvelda aðgengi að æfingum sem auka vellíðan samkvæmt rannsóknum, eins og hægt er. Nýir hlutir reynast hindrun fyrir marga.“

 

endurmenntun.is