Vestmannaeyjabær, í samstarfi við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja, hefur ákveðið að starfrækja upplýsingamiðstöð (Tourist Information Center) fyrir ferðamenn sem koma til Vestmannaeyja. Um er að ræða tilraunaverkefni sumarið 2023 og er upplýsingamiðstöðin til húsa að Básaskersbryggju 2, þar sem útivistarverslunin Icewear var áður til húsa

Nökkvi Már Nökkvason, verður í forsvari fyrir upplýsingamiðstöðina sem opnaði mánudaginn 22. maí. Opið verður alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00, en lokað verður um helgar.

Sjómanna kveðjur