Eyjamenn töpuðu sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni þegar þeir mættu Haukum í þriðja leik úrslitakeppni karla í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Studdir af meira en trofullri Íþróttamiðstöðinni kom ekkert annað til greina en að sigra gestina og tryggja ÍBV Íslandsmeistararatitilinn.

Haukar voru á öðru máli, voru yfir mest allan leikinn sem endaði 28:34 og tryggðu sér því fjórða leikinn sem verður í Hafnarfirði á mánudaginn. Þá reynir á hvor hefur fleiri spil uppi í erminni, Erlingur þjálfari ÍBV eða Ásgeir Örn sem stýrir Haukaliðinu.

Skrautklæddir stuðningsmenn létu sitt ekki eftir liggja í að styðja ÍBV í kvöld.

Sjómanna kveðjur

Mynd Sigfús Gunnar.

Sjómanna kveðjur