Oddaleikur ÍBV og Hauka í úrslitaeinvíginu fer fram á morgunn miðvikudag í Eyjum kl. 19.00.

Haukar sigruðu í fjórða leik liðanna sem fram fór á Ásvöllum í gær 27:24. Haukar héldu forskoti í gegnum leikinn. Í hálfleik var staðan var 17:10 Haukum í vil. ÍBV minnkaði þó muninn í fimm mörk um miðjan seinni hálfleik. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 27:24 og tókst hvorugu liðinu að skora eftir það.

Markahæstir í liði ÍBV voru Rún­ar Kára­son sem skoraði sjö mörk og Arn­ór Viðars­son skoraði fimm.