Erlingur Richardsson leiddi sína menn til sigurs gegn Haukum, 25:23 sem tryggði ÍBV Íslandsmeistaratitilinn í handbolta 2023. Stemning fyrir  leik, í leiknum og eftir leik í fullri Íþróttamiðstöðinni mun seint gleymast.

Eftir að hafa tapað niður tvö núll forystu gegn Haukum í úrslitunum niður í tvö tvö var greinilegt frá fyrstu mínútu að Eyjamenn ætluðu sér ekkert nema sigur oddaleiknum. Voru yfir strax í byrjun ólíkt fyrri leikjum í úrslitunum. En sigurinn var ekki sjálfgefinn því Haukarnir börðust fram á síðustu sekúndu en Íslandsmeistaratitillinn var ÍBV.

Hvert sæti var skipað og stuðningsmenn Hauka fjölmenntu á leikinn og úr varð rafmagnað andrúmsloft allan leikinn. Lokamínúturnar voru meira en spennandi en Eyjamenn héldu út og fögnuður leikmanna og stuðningsfólks var gífurlegur. Eyjamenn Íslandsmeistarar, betra getur það ekki orðið.

Rún­ar Kára­son, sem skoraði tíu mörk skoraði tíu mörk í leiknum var valinn bestu maður úrslitakeppninnar. Fyllilega verðskuldað. Liðið í heild var líka frábært og á titilinn svo sannarlega skilið.

Stórt hrós fær Stöð2 Sport fyrir frábærar útsendingar fyrir og eftir leiki og lýsingar sem hrífa alla með sér. Allt upp á tíu og vonandi sjáum við þetta einvalalið á skjánum á nýrri handboltavertíð í haust.

ÍBV Íslandsmeistari í handbolta 2023 og stuðningsfólk.

Mynd Sigfús Gunnar.