Handbolta menn og konur gerðu sér glaðan dag í gærkvöldi þegar lokahóf hanknattleiksdeildar ÍBV fór fram. Veitt voru verðlaun fyrir árangur vetrarins en það voru þau Rúnar Kárason og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem voru valin bestu leikmenn meistaraflokkana. Hér að neðan má sjá verðlaunahafa og myndir frá kvöldinu.

3. flokkur karla:
ÍBV-ari: Andri Andersen
Mestu Framfarir: Ívar Bessi Viðarsson
Efnilegastur: Hinrik Hugi Heiðarsson
Besti leikmaðurinn: Elmar Erlingsson
Elmar, Hinrik, Ívar og Andri

Meistaraflokkur kvenna:

ÍBV-ari: Ólöf María Stefánsdóttir
Mestu Framfarir: Sara Dröfn Richardsdóttir
Efnilegust: Amelía Dís Einarsdóttir
Besti leikmaðurinn: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir
Hrafnhildur Hanna, Ólöf María, Amelía og Sara Dröfn.

Meistaraflokkur karla:

ÍBV-ari: Nökkvi Snær Óðinsson
Mestu Framfarir: Arnór Viðarsson
Efnilegastur: Ívar Bessi Viðarsson
Besti leikmaðurinn: Rúnar Kárason
Ívar Bessi, Rúnar, Nökkvi og Arnór

 

Þeir leikmenn sem kveðja ÍBV í sumar fengu þakklætisvott frá félaginu fyrir sín störf.

Rúnar, Róbert og Janus
Tara Sól, Ólöf María, Ingibjørg Olsen.

Erlingur Richardsson var heiðraður með silfurmerki Íþróttabandalags Vestmannaeyja en hann hefur látið af störfum sem aðalþjálfari félagsins.

 

 

 

Vilmar Þór Bjarnason fékk þakklætis vott frá ÍBV fyrir störf sín hjá félaginu. Hann hefur starfað sem framkvæmdarstjóri handknattleiksráðs síðan 2018.