Strengurinn kominn um borð í prammann

Viðgerðarstrengnum hefur verið komið fyrir um borð í prammann, Henry P Lading, sem verður notaður við viðgerðina á Vestmannaeyjastreng 3. Lagt verður af stað frá Rotterdam í Hollandi til Íslands í kvöld og reiknað með að strengurinn verði kominn til Vestmannaeyja fimmtudaginn 29. júní. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti. Hér má sjá myndband frá […]

Viðbygging við Sóla, framkvæmdir og staðan í dag

Opnuð var ný deild á leikskólanum Sóla í mars síðastliðnum. Á fundi fræðsluráðs í mars 2022 voru skoðaðar leiðir til að mæta þeim áskorunum sem bærinn stóð fyrir varðandi aukna þörf á leikskólaplássi. Ákveðið var í framhaldinu að byggja við Sóla og framkvæmdir við skólann hófust í október 2022. Framkvæmdum er að mestu lokið, þó […]

Strætó til Landeyja á 5.700 krónur

Vegagerðin hefur ákveðið að hækka fargjöld í Strætó á landsbyggðinni. Stakt fargjald fer úr 490 kr. í 570 kr., sem er hækkun um 16,3%. Þetta er gert í samræmi við hækkanir á gjaldskrá hjá Strætó bs. og taka breytingarnar gildi þann 1. júlí nk. Í dag kostar 4.900 kr. fyrir fullorðna að ferðast með Strætó […]

Fjölbreytt dagskrá á Goslokum

Í tilefni 50 ára goslokaafmælis verða hátíðarhöld vikulöng að þessu sinni, en Goslokahátíð fer fram 3. – 9. júlí. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistasýninga, auk tónleika af ýmsu tagi bæði innan- og utandyra. Barnadagskrá verður fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann í boði […]

„Bjargvættur í vesti“ fyrir áhafnir allra skipa VSV

Björgunarvestum með AIS-senditækjum til GPS-staðsetningar hefur verið komið um borð í skip Vinnslustöðvarinnar, ætluðum öllum í áhöfnum þeirra til aukins öryggis á sjó. Sjálft senditækið lætur lítið yfir sér en getur ráðið úrslitum um farsæla björgun ef sjómaður fellur útbyrðis. Það er fest í björgunarvesti og innan 15 sekúndna frá því maður er kominn í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.