Frestur félagsmanna fer að ljúka

Kæru félagsmenn ÍBV. Senn líður að Þjóðhátíð og nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á kjörum félagsmanna. Miðasölu félagsmanna lýkur á miðnætti þann 4. júlí.Þjóðhátíðarnefnd vill því hvetja alla félagsmenn til að nýta sér afsláttinn og næla sér í miða sem allra fyrst áður en fresturinn rennur út. ATH! Frestur rennur […]
Daniel Vieira genginn til liðs við ÍBV

Portúgalinn og hægri skyttan Daniel Vieira hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV eins og fram kemur á Facebook síðu deildarinnar. „Daniel kemur til okkar frá Avanca í Portúgal en þar hefur hann spilað síðustu tvö tímabil í portúgölsku úrvalsdeildinni og staðið sig mjög vel! Daniel er 22 ára, 194 cm á hæð og kraftmikil skytta. Við […]
Hátíðarviðburður 3. júlí

Efnt er til sérstaks hátíðarviðburðar í tilefni þess að mánudaginn 3. júlí 2023, verða 50 ár liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Viðburðurinn fer fram á Skansinum þann 3. júlí 2023 og hefst kl. 17:00. Þar verða ávörp forseta Íslands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, f.h. Norðurlandanna og bæjarstjóra Vestmannaeyja. Jafnframt […]
Afmæliskaka í Týsheimilinu

Í tilefni þess að við erum að halda 40. Orkumótið verður boðið upp á afmælisköku í Týsheimilinu, í salnum niðri, í dag fimmtudag kl. 9-11 og 14-16. Mjólkursamsalan býður upp á mjólk með kökunni. Allir velkomnir að kíkja við! Uppfært: Hér má sjá myndir frá í morgun. (meira…)
Þekkingarsetur Vestmannaeyja hlaut 5.000.000 kr styrk fyrir rauðátu verkefnið

Þekkingarsetur Vestmannaeyja fær 5.000.000 kr styrk fyrir verkefnið “Veiðar og vinnsla á rauðátu við Vestmannaeyjar” úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 25 verkefni styrk úr Lóunni. Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Í ár var sérstaklega […]
Fimmtán daga lundaveiði heimiluð

Meðal erinda á dagskrá fundar umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja í vikunni voru lundaveiði. Ráðið hefur samþykkt að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum dagana 1. til 15. ágúst 2023. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið að viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að […]