Á hafnarsvæðinu er búið að setja upp sex rusladalla sem líta út eins og Urðaviti fyrir gos. Á facebook síður Vestmannaeyjahafnar kemur fram að rusladallarnir séu enn eitt samvinnuverkefnið sem við höfum unnið að í sumar. Búið var að reyna að finna fallegar tunnur sem myndu hæfa svæðinu okkar en ekkert gekk. Kom þá upp sú hugmynd að fá Jóa Listó til að teikna fyrir okkur vita en fékk hann enn betri hugmynd og teiknaði upp Urðavita eins og hann var fyrir gos. Þá hófst næsta stig í ferlinu, Frosti hjá Fab Lab Vestmannaeyjar sagaði fyrir okkur timbrið í réttum hlutföllum, Friðrik og Árni frá Eyjablikk gerðu ljóshúsið og Friðbjörn Ólafur Valtýsson setti vitana saman fyrir okkur og málaði. Útbúnir voru 6 vitar sem búið er að dreifa um svæðið.
Á heimaslod.is stendur ,,Fyrsti vitinn með þessu nafni var byggður á Urðunum, á austurströnd Heimaeyjar árið 1925. Það var 3 m há timburklædd járngrind með ljóshúsi úr steinsteypu. Vitinn var búinn díopótískri linsu og gasljóstækjum. Vitinn fór undir hraun í gosinu árið 1973.”
Myndir af facebook síðu Vestmannaeyjahafnar: