Sóttu slasaðan mann á Helgafell

Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út vegna óhapps þar sem ferðamaður á leið á Helgafell hafði slasast. Ekki var hægt að koma sjúkrabíl að viðkomandi og fór björgunarfólk fótgangandi til að hlúa að og bera viðkomandi svo niður í sjúkrabíl. Um 30 mínútum eftir útkall var sjúklingur kominn í sjúkrabíl. (meira…)
Gullberg með 1.400 tonn af eðalmakríl

Gullberg VE kom til Eyja um hádegisbil í dag (sunnudag) með tæplega 1.400 tonn af makríl, 570 gramma fiski, er segir á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Áhöfnin fyllti skipið í lokin með makríl sem tekinn var frá Vinnslustöðvarskipunum Sighvati Bjarnasyni og Hugin á miðunum í Austurdjúpi. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi, er hinn lukkulegasti með gang […]
Stelpurnar mæta Tindastól í dag

Einn leikur í Bestu-deild kvenna fer fram í dag og þá á Sauðárkróksvelli. Það eru stelpurnar okkar sem mæta liði Tindastóls klukkan 14:00. ÍBV situr í sjöunda sæti með 13 stig úr 12 leikjum á meðan Tindastóll situr í því níunda með 11 stig. Fylgjast má með beinni textalýsingu frá Sauðárkróki hér. (meira…)