Sóttu slasaðan mann á Helgafell

Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út vegna óhapps þar sem ferðamaður á leið á Helgafell hafði slasast. Ekki var hægt að koma sjúkrabíl að viðkomandi og fór björgunarfólk fótgangandi til að hlúa að og bera viðkomandi svo niður í sjúkrabíl. Um 30 mínútum eftir útkall var sjúklingur kominn í sjúkrabíl. (meira…)

Gullberg með 1.400 tonn af eðalmakríl

Gullberg VE kom til Eyja um hádegisbil í dag (sunnudag) með tæplega 1.400 tonn af makríl, 570 gramma fiski, er segir á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Áhöfnin fyllti skipið í lokin með makríl sem tekinn var frá Vinnslustöðvarskipunum Sighvati Bjarnasyni og Hugin á miðunum í Austurdjúpi. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi, er hinn lukkulegasti með gang […]

Stelpurnar mæta Tindastól í dag

Einn leikur í Bestu-deild kvenna fer fram í dag og þá á Sauðárkróksvelli. Það eru stelpurnar okkar sem mæta liði Tindastóls klukkan 14:00. ÍBV situr í sjöunda sæti með 13 stig úr 12 leikjum á meðan Tindastóll situr í því níunda með 11 stig. Fylgjast má með beinni textalýsingu frá Sauðárkróki hér. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.