ZO-ON opnar í Vöruhúsinu

Mikið líf hefur færst í húsnæðið að Skólavegi 1 en íslenska útivistarfatamerkið ZO-ON opnar pop-up verslun þar til húsa í hádeginu á morgun. Verslunin verður opin út sunnudaginn 6. ágúst og boðið verður upp á allt að 70% afslátt. „Við höfum verið að prófa okkur svona áfram á hinum ýmsu stöðum á landinu, til dæmis […]
Áta í makrílnum kemur í veg fyrir heilfrystingu

„Við lukum við að vinna aflann úr Gullbergi á þriðjudaginn og úr Sighvati Bjarnasyni í gær (miðvikudag). Nú er hlé fram að næstu löndun og liðið mitt fær að sleikja sólina á meðan. Óþægilega mikil áta er í makrílnum og því ekki hægt að heilfrysta hann. Þess vegna hausum við og hausum!“ segir Benóný Þórisson, […]
GV keppir í Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 27.-29. júlí 2023. Karlasveit GV keppir nú í 1. deild. Fyrsta umferð hófst nú í morgun þar sem leikið er gegn GR. 2. umferð fer svo fram um 15:00 í dag gegn GM. Í þessari frétt er að finna upplýsingar um rástíma, […]
Óska eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Óskað er eftir tilnefningum frá bæjarbúum varðandi umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi flokkum Snyrtilegasta eignin Snyrtilegasti garðurinn Snyrtilegasta fyrirtækið Endurbætur til fyrirmyndar Framtak á sviði umhverfismála Tillögur sendist fyrir 8. ágúst 2023 á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is (meira…)
Halda áfram með Út í sumarið

Ákveðið var að halda áfram með verkefnið Út í sumarið, þrátt fyrir að ekki hafi verið veittur styrkur í verkefnið frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eins og undanfarin ár. Verkefnið er því aðeins minna í sniðum en áður hefur verið en markmiðið það sama að efla félagsstarf eldri borgara og minnka einangrun og einmannaleika. Það sem […]