Hjartanlega velkomin í Einarsstofu í dag kl. 16-19

Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur myndað allar útisundlaugar á landinu úr lofti og gaf nýlega út á bók undir nafninu 100 sundlaugar. Í dag, fimmtudaginn 3. ágúst mun hann opna ljósmyndasýningu með úrvali mynda úr bókinni í Einarsstofu, Safnahúsi Vestmannaeyja og verður Bragi á staðnum milli kl. 16 og 19. Sýningin opnar síðan aftur eftir Þjóðhátíð og […]

Húkkaraballið fer fram í kvöld

Húkkaraballið fer fram í kvöld. Dagskráin hefst tímanlega kl. 23.00 fyrir aftan hvíta húsið, við hliðina á pósthúsinu. Fram koma:   Jói P og Króli Daniil Sprite Zero Klan Pretty Boi Tjokko Gugusar Diljá Snorri Ástráðs Geltari Alvöru upphitun fyrir Þjóðhátíð sem þú vilt ekki missa af. Miða á Húkkaraballið má nálgast hér. (meira…)

Húkkaraleikur – KFS fær Hvítu Riddarana í heimsókn

KFS fær Hvítu Riddarana í heimsókn í dag. Flautað verður til leiks kl. 18.00 á Týsvelli. Líkt og fram hefur komið í tilkynningu kostar miðinn á leikinn 1.000 krónur og rennur allur ágóði af miðasölu til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Hver afhentur aðgöngumiði við inngang er happdrættismiði og dregið verður út í hálfleik, segir í tilkynningu […]

Leiðakerfi strætó yfir Þjóðhátíðina

Gunnar Ingi Gíslason hjá Vikingferðum hefur birt leiðakerfi strætó yfir Þjóðhátíðina. Fram kemur að á daginn keyra bílarnir frá Herjólfsdal og í gegnum bæinn á 10 mínútna fresti, en á kvöldin færist keyrslan í gegnum íbúðahverfin. Það verða alltaf klárar rútur og strætóar fyrir utan tösku afgreiðslu Herjólfs til að skutla í Dalinn eða á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.