Helgin í gegnum linsu Adda í London

Þjóðhátíð Vestmannaeyja er nú að baki og gestir á eynni farnir að tínast heim. Helgin fór að mestu leyti vel fram í ágætis veðri fyrir utan úrhellisrigningu á laugardagskvöldið. Addi í London var með myndavélina á lofti um helgina og smellti af eftirfarandi myndum. (meira…)

Hjólaði inn á Hásteinsvöll í miðjum leik

Ungur maður hjólaði inn á Hásteinsvöll á rafmagnshlaupahjóli síðastliðinn fimmtudag þegar KFS lék við Hvíta riddarann í 3. deild karla í knattspyrnu á húkkaraleik. Leikmönnum var ekki skemmt yfir atvikinu eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir neðan.   Ljósmynd: Skjáskot. (meira…)

Mögulega metfjöldi að mati lögreglu

Í gærkvöldi safnaðist mikill fjöldi Þjóðhátíðargesta saman í brekkusöngnum í einmuna blíðu. Lögregla telur jafnvel að aldrei hafi verið fleiri þar saman komnir en nú, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Rólegt var fram eftir kvöldi og góður bragur yfir hátíðarsvæðinu. Er leið á nóttina voru tilkynntar þrjár minniháttar líkamsárásir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.