Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að frá 1. september verður hægt að bóka kojur þótt siglt verði til Landeyjahafnar.

Sú ákvörðun var tekin í ljósi þess að farþegar hafa verið afar ánægðir að geta lagt sig í koju þótt ferðin sé stutt finni þeir til ferðaveiki. ” Á hverjum degi keppumst við að veita framúrskarandi þjónustu og er þetta eitt skref áfram í þeirri viðleytni og vonandi á þetta eftir að reynast vel.”