Brælustopp

Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær og í dag landar Vestmannaey VE einnig fullfermi. Skipin munu bæði stoppa í landi meðal annars vegna bræluspár. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði í gær, í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar, að tveggja daga stopp væri framundan. „Það er norðaustan lurkur næstu daga og þá er eins […]

Dagskrá opnunarviðburðar Matey Seafood Festival

Opnunarviðburður Matey Seafood Festival verður haldin á morgunn miðvikudag frá kl: 17:00-18:30 í Eldheimum. Í boði verða tónlistaratriði, listasýning, smakk og léttar veitingar ásamt áhugaverðum erindum. Opnunar-viðburðurinn er fyrir alla og enginn aðgangseyrir. Á Matey.is getur þú pantað borð og lesið þig nánar til um hátíðina. Dagskrá:   (meira…)

Toppliðin mætast í kvöld

Eyja 3L2A0803

Kvennalið ÍBV hefur farið vel af stað á þessu tímabili og unnið sína tvo fyrstu leiki. Annarsvegar KA/Þór fyrir norðan og svo Haukastúlkur á heimavelli. Liðið situr á toppi Olísdeildarinnar með fullt hús stiga ásamt Valsstúlkum. En þessi tvö lið mætast í toppslag á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á handboltarás Símans. […]

KFS fallið eftir tap um helgina

KFS er fallið niður í 4. deild eftir tap gegn Víði um helgina. KFS þurfti að minnsta kosti jafntefli í leiknum til þess að halda sér í deildinni en leikurinn fór 3-0 Víði í vil. KFS endaði í 11 sæti með 21 stig eftir 22 leiki. Stigataflan eftir tímabilið: (meira…)

Glæsilegir matseðlar á Matey Seafood Festival

Matseðlarnir fyrir Matey Seafood Festival sem fram fer næstu helgi eru glæsilegir. Á öllum stöðunum verður boðið upp á fjögurra rétta seðil og kostar hann 9890 kr á mann. Einnig verður boðið upp á Matey kokteil á 2690 kr. Fiskurinn kemur frá okkar frábæru fiskframleiðendum og útgerðum og spretturnar úr gróðurhúsi Eyjanna, kemur fram í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.