Kristín Þórðardóttir sett sýslumaður í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur sett Kristínu Þórðardóttur, sýslumanninn á Suðurlandi, tímabundið sem sýslumann í Vestmannaeyjum, frá 1. október nk. til og með 30. september 2024. Tilefni setningarinnar er beiðni Arndísar Soffíu Sigurðardóttur, sem var skipuð í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 2020, um lausn frá embætti. Kristín Þórðardóttir mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili. […]
Ráðgjöf um aflamark uppsjávarstofna fyrir árið 2024

Fyrir helgi veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2024 (ices.dk). Hafrannsóknarstofnun birti á vef sínum helstu niðurstöður sem eru þessar: Veruleg lækkun í norsk-íslenskri vorgotssíld Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli ársins 2024 verði ekki meiri en 390 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi […]
ÍBV áfram í Evrópukeppninni en urðu fyrir áfalli

ÍBV er komið áfram í aðra umferð, 32-liða úrslit, Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þrátt fyrir tap í síðari leiknum við Colegio de Gaia í Portúgal á laugardag, 27:26. ÍBV vann fyrri viðureignina með fjögurra marka mun, 27:23, eftir að hafa skorað sex síðustu mörkin. Liðið mátti því alveg við því að það gæfi aðeins á […]