Nú síðdegis afhentu forsvarsmenn Geisla tveimur góðgerðafélögum myndarlega gjöf í tilefni af 50 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Félögin tvö sem nutu góðs af þessu eru Einhugur, félag einhverfra og aðstandenda þeirra i Vestmannaeyjum og Krabbavörn í Vestmannaeyjum, 500.000 fyrir hvort félag.

Í afmælishófi á vegum Geisla fyrr í þessum mánuði voru öll blóm og gjafir í tilefni dagsins afpakkaðar, en aðilum frjálst að leggja inná reikning í eigu Geisla – Faxa ehf sem var afhent dag ásamt framlagi Geisla – Faxa ehf.