Guðný skrifar undir tveggja ára samning

Knattspyrnudeild ÍBV greinir frá því með mikilli ánægju að Guðný Geirsdóttir hefur skrifað undir tvegjga ára samning við félagið. Hún kemur til með að vera lykilleikmaður í liðinu næstu árin en hún var valin besti leikmaður liðsins árið 2023 á lokahófi félagsins í kvöld. Guðný sem er 25 ára markvörður hefur vakið verðskuldaða athygli í […]
Hemmi áfram með ÍBV

Á lokahófi knattspyrnu ÍBV í gærkvöldi var staðfest að Hermann Hreiðarsson verður áfram við stýrið hjá meistaraflokki karla næsta tímabil. Bæði karla- og kvennalið ÍBV féllu úr efstu deild en það var engan bilbug að heyra á þeim sem tóku til máls á hófinu. Hvatt var til samstöðu og horft verði með björtum augum fram […]
Skilaboð HSÍ til ÍBV – Étið það sem úti frýs

Ykkur var nær að fara í Evrópukeppni, eru skilaboð HSÍ til ÍBV. Neitar sambandið að hliðra til leikjum liðsins í Olísdeild kvenna vegna þátttöku Eyjakvenna í Evrópukeppninni. Að óbreyttu mun ÍBV leika fjóra leiki á átta dögum auk þess að fljúga til Madeira þar sem þær spila í Evrópukeppninni. Tveir leggir hvora leið. Samkvæmt heimildum […]
Safnahelgi – Dagskrá sunnudagur
12:00 Einarsstofa: Saga og súpa. Guðrún Erlingsdóttir fær til sín valda gesti í tilefni 50 ára frá Goslokum, Marinó Sigursteinsson og Hallgrímur Tryggvason, auk hjónanna Sólveigar Adolfsdóttur og Þórs Vilhjálmssonar. Þá les Guðrún einnig upp úr gosminningum Sigríðar Högnadóttur. Stuðlar og Kitty Kovács flytja tónlist. Aðrir viðburðir og opnunartímar: Hvíta húsið við Strandveg: […]