Keppni í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Fram. Liðin sitja í fjótða og fimmta sæti Olísdeildarinnar bæði með ellefu stig eftir níu leiki en liðin hafa ekki mæst það sem af er vetri. Það má því búast við jöfnum og spennandi leik í dag.

18. nóv. 23 16:00 ÍBV – Fram
18. nóv. 23 16:00 ÍH – Haukar

Þess má geta leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV