Í dag og á morgun, sunnudag er glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni og er opið frá eitt til fimm báða dagana. Þar sýna yfir 20 aðilar fjölbreytta vöru, nytjamuni, handverk, listmuni og eithvað í gogginn.

Einnig er jólakaffihús á efri palli Hallarinnar þar sem fólk getur gætt sér á heitu súkkulaði og nýbökuðum vöfflum, svo dæmi séu tekin.

Eyjafréttir litu við í dag og kom úrvalið á óvart og vel þess virði að kíkja við.