FRÉTTATILKYNNING-VATNSLÖGNIN TIL VESTMANNAEYJA

Föstudagskvöldið 17. nóvember varð neysluvatnslögnin til Vestmannaeyja fyrir skemmdum þegar Huginn VE missti niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Vatnslögnin, sem liggur í sjó milli lands og Eyja, er í eigu Vestmannaeyjabæjar og sjá HS Veitur um rekstur hennar. Málsatvik eru í rannsókn en skipið var komið inn fyrir Klettsnef þegar atvikið átti sér stað. […]
Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar harma atvikið

Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum síðastliðið föstdagskvöld losnaði akkeri skipsins og festist í vatnslögninni til Vestmannaeyja. Akkeri og akkerisfestar voru skornar frá skipinu og eru enn í innsiglingunni. Vinnslustöðin óskaði strax í gær eftir kafara til að kanna ástandið. Þá voru aðstæður óhagstæðar vegna veðurs. Tjón er staðfest en umfang þess ekki. Í dag […]
Samband um ljósleiðarastreng rofið

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta rofnaði samband um ljósleiðarastreng Ljósleiðarans til Vestmannaeyja á föstudaginn. Líkleg ástæða er að Huginn VE missti ankeri og keðju rétt innan við Klettsnefið þegar skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum síðdegis á föstudaginn. Þarna liggja vatnsleiðsla, rafstrengir og ljósleiðarar. Ekkert bendir til þess að vatnsleiðsla eða aðrir strengir hafi rofnað. Það er […]
Íbúafundur um breytingu á sorpflokkun

Íbúafundur verður haldinn í ráðhúsinu 21. nóvember milli klukkan 17:30 – 19:00. Boðað er til íbúafundar vegna nýju hringrásalaganna og breytingu á sorpflokkun við heimili. Dagskrá fundarins: – Samband íslenskra sveitarfélaga, Hugrún Geirsdóttir og Flosi Hrafn Sigurðsson – Vestmannaeyjabær, Brynjar Ólafsson – Opin umræða Vestmannaeyjabær hvetur íbúa til að fjölmenna á fundinn (meira…)