Kvödd eftir 29 farsæl ár

Þann 17. janúar sl. var Drífa ljósmóðir kvödd eftir farsæl 29 ár við ljósmæðrastörf í Vestmannaeyjum. Drífa tók á móti yfir 1000 börnum á sinni starfsævi og hefur stutt margar fjölskyldurnar í barneignarferlinu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Drífa flutti frá Akranesi til Vestmannaeyja árið 1994 og hóf störf við afleysingar, […]
Giggó — nýtt app

Alfreð ehf. fagnaði ársbyrjun 2024 með því að skjóta á loft nýju appi sem kallast Giggó. Landsmenn hafa þar með fengið aðgang að markaðstorgi fyrir gigg af öllu tagi, bæði fyrir verktaka og fólk sem vill kaupa þjónustu þeirra. Í rúman áratug hefur Alfreð verið leiðandi í að tengja saman fólk og fyrirtæki og koma […]
Gular viðvaranir víðast hvar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi er gert ráð fyrir sunnan stormi og tekur viðvörunin gildi þar á morgun, 25 jan. kl. 04:00 og gildir til kl. 09:00 samdægurs. Í viðvörunarorðum fyrir […]
Leiðangurinn breytir ekki ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Ekki vart við loðnu út af Austfjörðum Þar segir jafnframt að þetta […]
Ég vildi að allir gætu lifað eins og Íslendingar

Viðtalið hér að neðan var tekið í desember og birtist í jólablaði Eyjafrétta 21. desember. Tetiana Cohen flutti til Vestmannaeyja ásamt syni sínum Dimitri í mars á síðasta ári. Þau mæðgin kunna ákaflega vel við sig í Vestmannaeyjum en aðdragandi þessara flutninga þeirra var þó allt annað en ánægjulegur. Þau mæðgin komu hingað frá úkraínsku […]
Sláandi munur á verðskrá

Í tvígang á fjórum mánuðum hefur gjaldskrá HS Veitna verið hækkuð í Vestmannaeyjum, svo nemur tugum prósenta. Í síðustu tilkynningu HS Veitna segir að hitaveitan í Vestmannaeyjum skeri sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að því leitinu til að heitt vatn er framleitt í Vestmannaeyjum með rafmagni – og olíu þegar raforkan er […]
KAP VE Aflahæst netabáta 2023

Kap II VE-7 aflaði mest allra netabáta landsmanna á árinu 2023 og munaði umtalsverðu á Kap og Bárði SH-81 sem var næstaflahæstur netabáta. Á árinu 2022 var Bárður aflahæstur netabáta en Kap II kom þar á eftir en á nýliðnu ári höfðu bátarnir sem sagt sætaskipti. Í næstu þremur sætum eru sömu bátar í sömu […]
Sterk Eyjatenging á Eyjatónleikum í Hörpu

Vestmannaeyjar skarta ungu og kröftugu tónlistarfólki og hafa Bjarni og Guðrún verið óhrædd að gefa þeim tækifæri. „Frá fyrstu tónleikunum höfum við verið með sterka Eyjatengingu og fólkið okkar hefur haft mjög gaman að því að koma fram á tónleikunum. Það er líka mikils virði fyrir okkur sem stöndum í þessu,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson […]
Krónan eykur þjónustu í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyingar geta frá og með deginum í dag pantað matinn sinn heim í Snjallverslun Krónunnar. Opnað verður fyrir pantanir í Vestmannaeyjum í dag, miðvikudag og verður boðið upp á heimsendingu alla virka daga. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni í bænum og býður Krónan nú þegar upp á heimsendingar á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. […]