Enn eitt gosið er hafið á Reykjanesi og sem betur virðist Grindavík ekki vera í hættu. Eld­gosið hófst rétt eftir sex í morg­un og er milli Sund­hnúks og Stóra-Skóg­fells. Kviku­hlaup hófst kl. 5.30 í morg­un með auk­inni skjálfta­virkni við kviku­gang­inn sem myndaðist 10. nóv­em­ber. Var fyr­ir­vari eld­goss því um hálf klukku­stund. Ekki er gert ráð fyrir löngu gosi.

Eld­gosið er á svipuðum stað og þegar eld­gos hófst 18. des­em­ber. Er það því lengra frá Grinda­vík en eld­gosið sem hófst 14. janú­ar. Áður en birti sást eldgosið vel frá Vestmannaeyjum eins og sést á þessari mynd sem Addi í London tók í morgun.