Allt vill ríkið gleypa. Nú hefur fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Hér á eftir fara upplýsingar um kröfugerð íslenska ríkisins og málsmeðferð. Inni í þessum pakka eru Vestmannaeyjar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Óbyggðanefnd og bitinn er ekki lítill þegar kemur að Vestmannaeyjum. Á mbl.is segir: „Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hef­ur fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins af­hent óbyggðanefnd kröf­ur um þjóðlend­ur á svæði 12 sem nefn­ist „eyj­ar og sker“ og tek­ur til landsvæða inn­an land­helg­inn­ar en utan meg­in­lands­ins.

Á meðal krafna rík­is­ins er allt nýtt landsvæði sem myndaðist í Eyjagos­inu árið 1973. Þar að auki er til dæm­is gerð krafa um að Stór­höfði, Skansi og aðrir hlut­ar Heima­ey verði að þjóðlendu. Þá má nefna að krafa er gerð til allra eyja og skerja í Vest­manna­eyj­um, eins og til dæm­is Elliðaey, Bjarn­arey og Surts­ey.“

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu óbyggðanefnd­ar og nú hlýtur bæjarstjórn að grípa til varna. Nóg er nú ofríkið samt af hálfu hins opinbera.

Mynd Addi í London – Vestmannaeyjabær í vetrarskrúða.