567 heimili komin með tengingu

Eygló (félagið sem sér um ljósleiðaraverkefni Vestmannaeyjabæjar) hefur nú þegar skilað ljósi inn í yfir 567 heimili í Vestmannaeyjabæ. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að fyrsta tengingin hafi verið tengd í mars í fyrra og hefur síðan þá bæst jafnt og þétt í hóp þeirra sem tengst hafa ljósleiðarakerfi Eyglóar. Mikil ánægja hefur verið […]
Ófriður Óbyggðanefndar

Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998. Nefndinni var ætlað að kanna og skera úr um hvaða landsvæði teljast til þjóðlendna. Hver væru mörk þjóðlendna og eignalanda bænda. Bændum var talin trú um að þetta væri þeim til hagsbóta. Bændur hafa verið hlynntir því að skýra óvissu. Það stóð til að þetta tæki bara fáein ár […]
Notendum frístundastyrks fjölgar milli ára

Farið var yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2023 á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Um 856 börn á aldrinum 2 – 18 ára eiga rétt á frístundastyrk. Árið 2023 voru alls 672 börn sem nýttu sér styrkinn eða 78,6%. Árið 2022 voru alls 617 börn sem nýttu sér styrkinn þannig að um fjölgun er […]
Skorar á fjármálaráðherra að draga málið til baka

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs en Fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. íslenska ríkisins, lýsti þann 2. febrúar sl. kröfum um lönd í Vestmannaeyjum sem óbyggðanefnd hefur skorið úr um að séu þjóðlendur sbr. lög nr. 58/1998. Samkvæmt kröfulýsingu er um að ræða hluti lands á Heimaey, úteyjar og sker. Óbyggðanefnd kallaði eftir […]