Óhapp um borð í Herjólfi

Seinkun er á seinni ferð Herjólfs frá Þorlákshöfn vegna óhapps á bíladekki ferjunnar. Að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gerðist þetta á siglingu til Þorlákshafnar í seinni ferð dagsins. Kör virðast hafa farið út úr flutningavagni á hlið vagnsins. Í körunum voru sjávarafurðir. Hörður segir að á þessari stundu sé ekki vitað um frekara […]
Ánægður með samninginn og þessi málalok

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn lauk kl. 15:00 í dag. Á kjörskrá voru 1104 og greiddu 592 atkvæði um samninginn eða 53,62%. Niðurstaðan er að af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei eða 36,66% og auðir og […]
Ók á verslunina Sölku

Í morgun varð óhapp við tískuvöruverslunina Sölku við Vesturveg. Ökumaður pallbíls keyrði á glugga verslunarinnar. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Eyjum voru tildrög óhappsins með þeim hætti að ökumaðurinn steig óvart á bensíngjöfina í stað bremsunnar með þessum afleiðingum. Stefán segir að blessunarlega hafi ekki verið nein slys á fólki, einungis er […]
Bíll ók inn í Sölku

Óhapp varð við verslunina Sölku í morgun stuttu eftir opnun, þegar bíll ók inn um glugga verslunarinnar. Tveir menn voru í bílnum og ekki er ljóst hvað gerðist nákvæmlega. “Ég stóð hérna rétt hjá að tala við viðskiptavin þegar þetta gerðist. Húddið kom allt hérna inn um gluggann með töluverðum látum. Það er ljóst að […]
Tilnefnt í stýrihóp

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur sett af stað umfangsmikið verkefni við greiningu á starfsemi sýslumannsembætta landsins og mótun framtíðarstefnu fyrir málaflokkinn. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að á sýslumannadeginum í september í fyrra hafi dómsmálaráðherra kynnt fyrir sýslumönnum og starfsfólki þeirra áherslur sínar, sem felast fyrst og fremst í áframhaldandi stefnumótunar- og greiningarvinnu til að móta […]
Vöruhúsið opnar í Vöruhúsinu

Anton Örn og Róbert – Nýr veitingastaður í Vöruhúsinu ::Ætla að bjóða léttan og góðan mat á sanngjörnu verði ::Þakklát fyrir jákvæð viðbrögð Nýr veitingarstaður verður opnaður að Skólavegi 1 þegar líður að sumri. Þeir Anton Örn Eggertsson og Róbert Agnarsson standa á bakvið staðinn ásamt fjölskyldu sinni. Eyjafólk sem fylgst hefur með framkvæmdum hefur velt […]