Flogið í fallegu veðri

Það var veðrið til að setja dróna í loftið í Eyjum í dag. Það gerði einmitt Halldór B. Halldórsson. Hér að neðan má sjá flugið yfir eyjuna. (meira…)
Ölfus – Stuðningur við íbúa í Grindavík

Á fundi sínum í fyrradag samþykkti bæjarstjórn Ölfuss næstu skref í stuðningi við íbúa Grindavíkur með því að samþykkja forgang þeirra við úthlutun lóða. Unnið er út frá því að hægt verði að úthluta lóðum fyrir allt að 127 heimili á næstu mánuðum. Fyrir liggur að á seinustu vikum hefur umtalsverður fjöldi Grindvíkinga leitað eftir […]
Hermann Ingi Heim – Í endurhæfingu á Grensás

Þessari söfnun er hrint af stað fyrir Hermann Inga Hermannsson sem fékk heilablóðfall í janúar sl. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Elche á Spáni. Viku eftir heilablóðfallið fór hann í hjartastopp og var færður á bráðadeild og síðan á gjörgæslu þar sem hann dvaldi í tvær erfiðar vikur. Honum var haldið sofandi í öndunarvél […]
Gott útlit með norsk-íslenska síld í Barentshafi

Útlit er fyrir að þrír sterkir árgangar af norsk-íslenska síldarstofninum séu að alast upp í Barentshafi um þessar mundir. Þetta eru niðurstöður árlegs vistkerfisleiðangurs í Barentshafi sem er samvinnuverkefni Norðmanna og Rússa, og greint er frá m.a. á vef norsku Hafrannsóknastofnunarinnar. Leiðangurinn var farinn á tímabilinu 10. ágúst til 7. október 2023 með þátttöku fjögra […]
Henrik Máni á láni til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Henrik Máni Hilmarsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Í tilkynningu frá félaginu segir að Henrik sé 21 árs varnarmaður sem komi til með að styrkja ÍBV í öftustu línu. Henrik hefur komið við sögu í leikjum Stjörnunnar síðustu […]