Herjólfur ohf. hefur ákveðið að boða til íbúafundar um málefni Herjólfs miðvikudaginn 10. apríl kl. 17:30 í Akóges.

Frummælandi verður Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. og Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri flytur erindi. Á eftir verður pallborð, umræður og fyrirspurnir. Jóhann Pétursson stýrir fundinum.