Allar konur eru velkomnar á  Aglow samveru í kvöld, miðvikudagskvöldið  3. apríl kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju.

Við byrjum með hressingu og samfélagi og  kl. átta hefst samveran sem verður helguð innihaldi pákanna. Konurnar sem komu að gröfinni á páskadagsmorgni voru mjög hissa – Hann er upprisinn og þegar upprisan er íhuguð er hún eitt mesta undur og kraftverk sögunnar og hornsteinn boðskapar kristinnar trúar. Í flestum kristnum kirkjudeildum eru páskar mesta hátíð kirkjuársins enda nefndu kirkjufeðurnir páskana

Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Kristur  er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn! Hann hefur afmáð dauðann. Og leitt í ljós líf og ódauðleika.  Það er dýrmætt að koma saman og íhuga upprisuboðskapinn, biðja og syngja saman. Seinasti Aglowfundur vetrarins verður 1. maí og verður hann með öðru sniði.

Stjórn Aglow í Eyjum