„Til að vera hrein­skil­inn þá erum við með tölu­vert sterk­ara lið, bæði á vell­in­um og á papp­írn­um og í raun sama hvernig á það er litið. Við átt­um að vinna þenn­an leik og gerðum það sóma­sam­lega.

Fram­ar­arn­ir voru flott­ir í fyrri hálfleik, skyn­sam­ir en svo fjar­ar und­an þessu hjá þeim. Við héld­um okk­ar dampi en þeir eru ekki með sömu breidd og við, óreynd­ara lið, menn í meiðslum og allt svo­leiðis. Ef við tök­um þetta allt sam­an eru þetta mjög eðli­leg úr­slit,“ sagði Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV karla við mb.is eftir leikinn í gækvöldi. Lokatölur voru 34:25.

ÍBV er áfram í fjórða sæti með 28 stig, tveim­ur stig­um meira en Haukar. Eyjamenn mæta HK á útivelli í síðustu umferðinni. HK skelltu Stjörnunni í gær og eru því sýnd veiði en ekki gefin. Haukar verða fyrstu andstæðingarnir í úrslitakeppninni og sigur á HK tryggir Eyjamönnum heimaleikjaréttinn.

Mynd Sigfús Gunnar.