Hjólum inn í sumarið…

Sumarið er á næsta leiti og ekki úr vegi að fara að huga að reiðhjólum og pallasmíði fyrir veðurblíðuna í sumar. Verslun Skipalyftunnar býður upp á úrval reiðhjóla af ýmsum stærðum og gerðum. Þar má fá hjól og hjálma fyrir börnin, unglingana sem og fullorðna. Einnig má fá pallaefnið og allt sem þarf í pallasmíði […]
Léttsveit Reykjavíkur og Páll Óskar á uppstigningardag

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur ásamt Páli Óskari með vortónleika í Höllinni á uppstigningardag: Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni. Yfirskrift tónleikanna er Hann og þeir en kórinn syngur að þessu sinni perlur dægurtónlistar eftir íslenska karlhöfunda eins og Magnús Eiríksson, Gunnar […]
Fimm verkefni hljóta styrk

Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja fór deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála bæjarins yfir umsóknir í Þróunarsjóð leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir árið 2024. Alls bárust átta umsóknir í sjóðinn þetta árið. Fimm verkefni hljóta styrk að heildarupphæð 4.350.000,-. Í niðurstöðu er umsækjendum þakkað fyrir umsóknirnar, sem verður svarað fyrir 30. apríl nk. eins og reglur sjóðsins […]
Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna síðari úthlutunar “Viltu hafa áhrif 2024?” Markmið Markmiðið með styrkjunum er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á nærsamfélagið með góðum verkefnum. Fjölmargar góðar umsóknir og ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má […]
Bjarki Björn og Eiður Atli gengnir til liðs við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarki kemur til ÍBV á láni en hann lék 11 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð, leikirnir hefðu vafalaust verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Bjarka. Bjarki leikur að […]