Kínverjar áhugasamir um göng til Eyja

He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir viðræður standa yfir um beint flug frá Kína til Íslands. Rætt sé um að það geti orðið að veruleika á næstu þremur til fimm árum en hann vilji sjá það verða að veruleika fyrr. Þetta kom fram í hádegisverðarboði í kínverska sendiráðinu í vikunni og greint var frá […]
Heimaklettur í dag

Hvað er betra enn að skella sér í göngu á Heimaklett í blíðu líkt og lék við Eyjamenn í dag. Þeir sem ekki treysta sér á klettinn geta séð klettinn úr lofti í þessu skemmtilega myndbandi frá Halldóri B. Halldórssyni. (meira…)
Hljómey er frábær viðburður og kominn til að vera!

„Til hamingju Guðmundur Jóhann og Birgir Nielsen með tónlistarhátíðina ykkar. Þetta er geggjað frumkvæði sem gleður svo marga!“ segir Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri á Facebooksíðu sinni. Er þarna að hæla Hljómey, stórkostlegum tónleikum sem haldnir voru í annað skiptið í gærkvöldi. „Uppselt strax í febrúar og mikið var gaman. Þið, frábærir listamenn og húseigendur sem buðu […]
Einstakur árangur ÍBV – 100 titlar á 28 árum

Það blæs ekki byrlega fyrir ÍBV þessa dagana, karlarnir í handboltanum hafa tapað tveimur leikjum í fjögurra liða úrslitunum gegn FH og konurnar töpuðu stórt í öðrum leiknum gegn Val í fjögurra liða úrslitunum í gær. Það var högg þegar ÍBV féll úr leik í bikarnum gegn Grindavík á sumardaginn fyrsta. Leikurinn frábær skemmtun en […]
Addi í London kveður og þakkar fyrir sig

„Ég varð sjötugur 21. janúar og tilbúinn að hætta um það leyti en Sindri Víðars samdi við mig um að vera eitthvað lengur og bæta loðnuvertíðinni 2024 við starfsferilinn. Loðnan sveik okkur og þjóðina alla en ég vann áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hannes [Kristinn Sigurðsson] innkaupastjóri VSV brá sér svo af bæ […]
Leggja til að framkvæmdinni verði flýtt

Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar lögðu fram – á fundi framkvæmda- og hafnarráðs – vinnugögn varðandi styttingu á Hörgaeyrargarði um 40 metra sem framkvæmt yrði á þessu ári. Til þess að styttingin geti orðið að veruleika þarf að vinna deiliskiplag, sækja um framkævmdaleyfi og óska eftir tilfærslu á fjármagni úr þriggja ára áætlun yfir í […]
Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með prompi og prakt um allt land á morgun, sunnudag. Í tilefni dagsins verður hreinsunardagur á Heimaey. Sameinumst um að hreinsa náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars. Dagurinn byrjar kl. 11.00 á Stakkagerðistúni þar sem pokum og plokktöngum (fyrir fyrstu sem […]