Kínverjar áhugasamir um göng til Eyja

sandoy-gongin_faereyjar

He Rulong, sendi­herra Kína á Íslandi, seg­ir viðræður standa yfir um beint flug frá Kína til Íslands. Rætt sé um að það geti orðið að veru­leika á næstu þrem­ur til fimm árum en hann vilji sjá það verða að veru­leika fyrr. Þetta kom fram í há­deg­is­verðarboði í kín­verska sendi­ráðinu í vikunni og greint var frá […]

Heimaklettur í dag

innsigling_ur_lofti_hbh_skjask

Hvað er betra enn að skella sér í göngu á Heimaklett í blíðu líkt og lék við Eyjamenn í dag. Þeir sem ekki treysta sér á klettinn geta séð klettinn úr lofti í þessu skemmtilega myndbandi frá Halldóri B. Halldórssyni. (meira…)

Hljómey er frábær viðburður og kominn til að vera!

„Til hamingju Guðmundur Jóhann og Birgir Nielsen með tónlistarhátíðina ykkar. Þetta er geggjað frumkvæði sem gleður svo marga!“ segir Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri á Facebooksíðu sinni. Er þarna að hæla Hljómey, stórkostlegum tónleikum sem haldnir voru í annað skiptið í gærkvöldi. „Uppselt strax í febrúar og mikið var gaman. Þið, frábærir listamenn og húseigendur sem buðu […]

Einstakur árangur ÍBV – 100 titlar á 28 árum

Það blæs ekki byrlega fyrir ÍBV þessa dagana, karlarnir í handboltanum hafa tapað tveimur leikjum í fjögurra liða úrslitunum gegn FH og konurnar töpuðu stórt í öðrum leiknum gegn Val  í  fjögurra liða úrslitunum í gær. Það var högg þegar ÍBV féll úr leik í bikarnum gegn Grindavík á sumardaginn fyrsta. Leikurinn frábær skemmtun en […]

Addi í London kveður og þakkar fyrir sig

„Ég varð sjötugur 21. janúar og tilbúinn að hætta um það leyti en Sindri Víðars samdi við mig um að vera eitthvað lengur og bæta loðnuvertíðinni 2024 við starfsferilinn. Loðnan sveik okkur og þjóðina alla en ég vann áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hannes [Kristinn Sigurðsson] innkaupastjóri VSV brá sér svo af bæ […]

Leggja til að framkvæmdinni verði flýtt

horgeyrargardur_2024_c

Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar lögðu fram – á fundi framkvæmda- og hafnarráðs – vinnugögn varðandi styttingu á Hörgaeyrargarði um 40 metra sem framkvæmt yrði á þessu ári. Til þess að styttingin geti orðið að veruleika þarf að vinna deiliskiplag, sækja um framkævmdaleyfi og óska eftir tilfærslu á fjármagni úr þriggja ára áætlun yfir í […]

Stóri plokkdagurinn

plokk_DSC_1258

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með prompi og prakt um allt land á morgun, sunnudag. Í tilefni dagsins verður hreinsunardagur á Heimaey. Sameinumst um að hreinsa náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars. Dagurinn byrjar kl. 11.00 á Stakkagerðistúni þar sem pokum og plokktöngum (fyrir fyrstu sem […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.