Fjólugata 4 er fallegt einbýlishús í retro stíl með mikla möguleika. Eignin státar af glæsilegu útsýni og er 217 fm2 að stærð, þarf af er innangengt í bílskúr í kjallara sem er 22,2 fm2. Húsið er byggt úr steini árið 1956 og er á þremur hæðum. Á fyrstu hæð eru tvö herbergi, baðherbergi, borðstofa, eldhús og þvottahús. Í risi eru tvö herbergi og geymsla. Í kjallara er bílskúr, rými með sturtu aðstöðu og geymsla.
Eigendur eru til viðtals um að láta hluta húsgagna fylgja sölunni á húsinu. 

Frekari upplýsingar má nálgast hér.