Að Hólagötu 19 stendur eign á vinsælum stað í Vestmannaeyjum. Um er að ræða hæð og ris á besta stað miðsvæðis í bænum, nálægt íþróttahúsi og skóla.  
Húsið er byggt úr steini árið 1948 og er 157,9 fm2. Gólfflötur er þó stærri þar sem fermetrar í risi teljast ekki með. Hæðin samanstendur af þrem herbergjum, forstofu, stofu, eldhúsi og baðherbergi. Á hæð í risi eru tvö herbergi, þvottahús og geymsla.  
Fyrir nokkrum árum var húsið einangrað og klætt með viðhaldsfríu efni, gluggar, ofnar, lagnir, rafmagn og skólp endurnýjað.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast hér.