Á jarðhæð að Strandvegi 55 er til sölu glæsileg þriggja herbergja íbúð á besta stað miðsvæðis í bænum. Aðkoma að íbúðinni er sunnan megin ásamt bílastæði. Húsið var byggt úr steini árið 1915 en íbúðin sjálf er 79,7 fm2.
Árið 2022 var eignin nánast öll endurnýjuð, þar á meðal gólfefni, baðherbergi, innihurðar, ásamt gólfhita sem settur var á alla íbúðina. Að utan var eignin klædd með hvítri áklæðningu. Seljandi mun sjá um að klára að steypa svæði fyrir framan eignina.

Frekari upplýsingar um eignina má nálgast hér.