Minnkandi makrílstofn og aðstæður í hafinu gera það að verkum að ólíklegt er talið að mikið af makríl muni ganga að nýju í lögsögu Íslands í sumar. Þetta er meðal þess sem Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, les út úr tiltækum gögnum. Rætt er við Önnu á vef fiskifrétta.

Þegar maður horfir á stóru myndina, alla þessa mismunandi þætti, þá benda þeir til þess að það sé ólíklegt að það komi mikið af makríl inn í lögsöguna í sumar,“ segir Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Anna Heiða segist hafa talið tíma til kominn að taka saman gögn úr fyrirliggjandi rannsóknum á makrílnum og aðstæðum í hafinu til að reyna að draga upp heildarmynd af stöðunni og horfum. Á fyrirlestri sem hún hélt á málstofu Hafrannsóknastofnunar í síðustu viku setti hún niðurstöður rannsóknanna í samhengi við útbreiðslu makríls síðustu sumur og spáði í spilin fyrir sumarið 2024.

Svipað og síðustu ár
„Miðað við niðurstöðurnar úrhinum mismunandi rannsóknum sem við höfum gert og þegar allt er lagt saman þá er það frekar neikvætt. Þetta verður bara svipað og það hefur verið síðustu tvö, þrjú ár,“ segir Anna Heiða um horfurnar.

Meðal þess sem hefur áhrif á göngur makríls er sjávarhiti. Hann kýs að vera í 8 til 13 gráðu heitum sjó í fæðugöngum sínum. Anna Heiða segir sjóinn fyrir austan land hafa á undanförnum árum hlýnað síðar á sumrin en árin þar á undan.

Þess utan segir Anna Heiða hinn sameiginlega stofn í Norður-Atlantshafi einfaldlega hafa minnkað mikið frá því á árunum 2014 til 2016 þegar endurteknar og stórar makrílgöngur voru hér við land enda þurfi minni stofn minna svæði til þess að éta.

Nánar má lesa um málið á vef Fiskifrétta.