Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi bauð til súpufundar á Einsa kalda í hádeginu á laugardaginn. Gestir um 50 sem verður að teljast nokkuð gott. Baldur fór skilmerkilega yfir sín helstu stefnumál.

„Skilaboðin mín, sem frambjóðandi til forseta Íslands eru að landsmenn hafi sem jöfnust kjör og gæta þurfi þeirra sem eru á jaðrinum. Ég legg sérstaka áherslu á það að allir upplifi, að landið og þjóðin sé ein heild þegar kemur að atvinnulífi, samgöngumálum, heilbrigðismálum og menntunar- og menningarmálum. Þetta eru að mínu mati lykilatriði og hef ég eflst í þeirri sannfæringu minni eftir að hafa ferðast um landið í kosningabaráttunni,“ sagði Baldur.

Mynd – Felix og Baldur – Standa saman í baráttunni um Bessastaði.