Karlakór Vestmannaeyja hélt á uppstigningardag árlega vortónleika sína. Aðsókn var vonum framar og gengu tónleikarnir vel. Meðlimir í Karlakór Vestmannaeyja vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra sem mættu og nutu kvöldsins með okkur og þá ekki síst meðlimum úr Karlakórnum Ernir sem gerðu sér ferð frá Ísafirði til þess að koma fram með okkur. Þá viljum við koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa aðstoðað okkur með einum eða öðrum hætti þar á meðal: VSV, Ísfélag, Eimskip, Íslandsbanki, Landsbankinn, Geisli, Skipalyftan, Miðstöðin, Vélsmiðjan ÞÓR, Steini og Olli, Eyjablikk, LAXEY, Karl Kristmanns, Herjólfur, Grímur kokkur, Kráin, The Brothers Brewery, Kór Landakirkju, Leturstofan, Eyjasýn, Akóges og Vestmannaeyjabær.

Leikfélag Vestmannaeyja auglýsti nýlega aukasýningu til styrktar Sveinbirni Guðmundssyni á Hvítasunnudag, kl. 20:00. Við hvetjum Eyjamenn til þess að tryggja sér miða á þessa skemmtilegu sýningu og styrkja gott málefni. Sveinbjörn sem glímir við erfið veikindi starfaði um tíma með Karlakór Vestmannaeyja við höfum því ákveðið að leggja þessari söfnun lið og hvetjum aðra til að gera það sama. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur í hans nafni:
0582-14-001055 kt. 420269-6769.