Methelgi að baki

Á fimmta þúsund manns komu með skemmtiferðaskipum til Eyja um nýliðna helgi. Fram kemur á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar að rúmlega 600 farþegar hafi komið á laugardag og svo rúmlega 3500 í gær, sunnudag. „Ekki er hægt annað en að hrósa starfsmönnum hafnarinnar, ferðaþjónustunnar, verslana og veitingahúsa eftir annasama helgi. Hjá okkur voru rúmlega 600 farþegar á […]
„Blíðuveður allan túrinn”

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum í morgun. Afli skipanna var fyrst og fremst ýsa sem fékkst að mestu fyrir austan land. Rætt er við skipstjórnana á vef Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að veiðin hafi gengið nokkuð vel. „Við byrjuðum túrinn við Ingólfshöfða, tókum þar eina […]
Hætta á toppnum!

„Allt á sinn tíma og höfum við nú ákveðið að hætta í júní 2025, þá verða þetta orðin rúm 30 ár. Reksturinn hefur samt sjaldan gengið betur, best að hætta à toppnum og þannig viljum við hafa þetta. Auðvitað væri gaman ef einhver vildi taka við rekstrinum. Það er alveg mögulegt að leigja húsnæðið áfram […]
Framkvæmdir í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við laxeldið í Viðlagafjöru eru á fleygiferð. Það sést vel á þessu myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem tekið er í fjörunni í morgun. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Góður gangur í maí

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæpum 35 milljörðum króna í maí samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum um vöruviðskipti sem Hagstofan birti fyrir helgi. Það er um 3,5% aukning í krónum talið miðað við maí í fyrra. Lítil breyting var á gengi krónunnar á tímabilinu og er aukningin mæld í erlendri mynt því svipuð, eða tæp 4%. Þetta kemur fram […]
Mótmæla efnistöku við Landeyjahöfn

Efnistaka við Landeyjahöfn var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku. Þar var farið yfir umsögn Vestmannaeyjabæjar til Skipulagsstofnunar varðandi áform Heidelberg Cement Pozzolanic Materials ehf. um efnistöku í og við Landeyjahöfn. Umsögnin hefur verið send og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mun ítreka beiðni um fund með Skipulagsstofnun til að fylgja umsögninni eftir. […]